| |
| 1. 1803001F - Sveitarstjórn - 259 | | Fundargerð framlögð. | | |
|
| 2. 1803003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 | Fundargerð framlögð. AH fór yfir fundargerð nefndarinnar. | 2.1. 1803010 - Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2018. Meirihluti USN nefndar tekur undir ályktun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð varðandi skipulagsmál við Grundartanga og beinir því til sveitarstjórnar að farið verði í að breyta aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og endurskilgreina það iðnaðarsvæði sem skilgreint var sem slíkt vegna fyrirhugaðrar byggingar verksmiðju Silicor Materials í athafnasvæði, eins og áður var. USN nefnd felur sveitarstjóra að ræða við Faxaflóahafnir um slíka breytingu. Samþykkt með atkvæðum AH, ÁH og SAS. | 2.7. 1803016 - Styrktarsjóður EBÍ 2018. USN nefnd beinir því til sveitarstjórnar að sótt verði um styrk í samráði við Skógræktarfélag Skilmannahrepps í tengslum við fræðsluverkefni og vegna afmælisárs félagsins. | 2.8. 1702030 - Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar USN nefnd samþykkir drög að umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar og vísar þeim til sveitarstjórnar. | 2.13. 1803004 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfsemi. Lagt fram og vísað til sveitarstjórnar. | 2.14. 1803005 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar Lagt fram og vísað til sveitarstjórnar. | 2.17. 1803024 - Skorradalshreppur, breyting á deiliskipulagi, Kaldárkot Lagt fram. | | |
|
| 3. 1803035 - Fundur kjörstjórnar 21. mars 2018. | Fundargerð framlögð. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir launakjör kjörstjórnar og starfsmanna. | | Fundargerð 2018-03-21 kjörstjórn undirbúningur.pdf | | |
|
| |
| 4. 1803019 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017. | |
Ársreikningur vegna ársins 2017 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2017 námu 787,1 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 779,4 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 67,5 millj. kr. Fræðslu- og uppeldismál er sá málaflokkur sem tekur til sín mesta fjármuni í rekstri sveitarfélagsins, alls kr. 416 millj. eða 55,2% af skatttekjum. Veltufé frá rekstri er 14,4% og veltufjárhlutfall 1,52%. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 nam 2.133 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og var hann samþykktur með 7 atkvæðum. | | |
|
| 5. 1803036 - Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013. | |
| Oddviti lagði til að afgreiðslu verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt samhljóða. | | |
|
| 6. 1803037 - Athugasemd vegna hagabeitar. | |
| Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að koma ábendingunni til þar til bærra eftirlitsaðila. | | Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 21.3.2018.pdf | | |
|
| |
|
| |
| 8. 1803032 - 166. fundur Faxaflóahafna og ársreikningur 2017. | | Fundargerð lögð fram til kynningar. | | SKMBT_C28018031608530.pdf | | Faxaflóahafnir ársreikningur 2017 undirritaður.pdf | | |
|
| |
| 9. 1502013 - Skýrsla sveitarstjóra. | | Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra. | | |
|
Ályktanir framlagðar.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ályktununum til USN- nefndar.
BÞ tók til máls og lýsti yfir stuðningi við ályktanir umhverfisvaktarinnar, sérstaklega varðandi breytingu á skipulagi iðnaðarlóðar Silicor Materials.