Til bakaPrenta
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3,
04.12.2018 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Guðjón Jónasson ,
Daníel Ottesen ,
Ragna Ívarsdóttir ,
Helgi Magnússon ,
Svenja Neele Verena Auhage 1. varamaður,
Lulu Munk Andersen embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ragna Ívarsdóttir, 


Dagskrá: 
Nefndarmál
1. 1811101 - Kerfisáætlun 2019-2028
Kerfisáætlun 2019-2028, athugasemdafrestur 19. desember 2018
Umhverfis- og Skipulagsfulltrúa er falið að gera umsögn í samræmi við umræðuna á fundinum samanber línulögn á láglendi, lagningu jarðstrengja og fyrningu á eldri línum. Umsögninni skal skilað fyrir 19. desember n.k.
2. 1811100 - Samgöngufélagið - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019 - 20333
Umsögn Samgöngufélagsins um þrjú málefni sem varða Vesturland
Lagt fram til kynningar.
3. 1811099 - Melahverfi 2 - Breyting á deiliskipulagi - Skógræktarsvæði
Kanna þarf kosti þess að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi í Melahverfi. Enduskoða þarf svæðið í heild sinni og aðlaga breyttum forsendum frá því að deiliskipulagið var unnið.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða deiliskipulag fyrir Melahverfi II.
 
Gestir
Guðný Elíasdóttir - 00:00
11. 1809037 - Brekka III - stofnun lóðar
Grenndarkynning vegna stofnun lóðar í landi Brekku III, erindið var tekið fyrir á fundi 5.október sl. svar hefur borist frá Ríkiseignum og engar athugasemdir gerðar við stofnun lóðar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fyrirspurnir
4. 1811044 - Stóra Botnsland - Fyrirspurn - Byggingarleyfi - Hákon
Fyrirspurn er varðar byggingu sumarbústaðar í landi Stóra Botnslands, lnr. 133508. Spurt er um afstöðu USN-nefndar og sveitarstjórnar.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfritara. Nefndin fer fram á að landeigendur geri deiliskipulag fyrir svæðið.
Framkvæmdarleyfi
5. 1811039 - Melaleiti - skógrækt
Salvör Jónsdóttir tilkynnir sveitarfélagið um skógræktaráform á jörðinni Melaleiti landnr 133787 í Hvalfjarðarsveit
Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerð ríkisins fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin telur ekki ástæðu til að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010.
Skipulagsmál
6. 1812001 - Aðalskipulag Akranes, breyting miðsvæði
Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreyting Akraness
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes, breyting miðsvæði.
7. 1809042 - Stóri-Lambhagi - L133653 - Skemma-Hesthús
Grenndarkynningu lokið. Fyrir liggur undirritun aðliggjandi lóðarhafa, engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar.
8. 1803026 - Brekku - breyting á deiliskipulagi
Ný gögn koma á mánudag
Málinu frestað.
9. 1801036 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði
Umsögn skipulagsstofnunar lagt fram
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Breyting í kafla 4 í greinargerð um frístundabyggð.
Nefndin telur að þær ábendingar sem bárust í lýsingarferli málsins séu þess eðlis að ekki sé fært að halda áfram með málið á þeim grunni sem unnið hefur verið með.

USN nefnd bendir á að framundan er vinna við nýtt Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Í þeirri vinnu þarf að liggja fyrir hver stefnumörkun sveitarfélagsins er hvað varðar gististaði í frístundabyggð.
10. 1706026 - Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23
Endanleg útgáfu til afgreiðslu
Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á deiliskipulagi Kjarrás 19,21 og 23.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til bakaPrenta